ATH breytt dagsetning. Námskeiðið hefst 2. nóvember
Elísabet Lorange, listmeðferðarfræðingur og Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðafræðingur halda utan um þetta námskeið. Þær hafa mikla reynslu af vinnu með börnum í sorg og sinna einnig hópastarfi barna í Ljósinu. Það kostar ekkert á þetta námskeið.
Skráning fer fram hér
Hópunum er aldursskipt og er lögð áhersla á að mæta þörfum hópsins og hvers og eins innan hans.
Á námsskeiðinu fá allir tækifæri til að skapa, upplifa, og tjá sig í gegnum leik og verkefni í öruggu og styðjandi umhverfi.
2. nóvember – TRAUST (foreldrar velkomnir með í byrjun)
Efnisþættir: Sjálfstraust, hugrekki, að treysta öðrum, að treysta aðstæðum.
9. nóvember – TENGSL
Efnisþættir: Félagslegur og tilfinningalegur lærdómur, samskipti, samvinna, tjáning og samkennd.
16. nóvember – SJÁLFSÞEKKING
Efnisþættir: Aukin meðvitund varðandi færni, líðan og samskipti, yfirfærsla á daglegt líf, jákvæð reynsla.
LOKASTUND (tímasetning ekki komin)
Hópurinn hittist kvöldstund í lokin ásamt fjölskyldum og á ánægjulega stund saman.
Námskeiðið er frá kl 13-16