Við óskum eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða okkur með verkefni fyrir Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka. Að þessu sinni vantar okkur sjálfboðaliða til að sauma með okkur fána og sorgarbönd en hlaupurum okkar gefst kostur á að hlaupa með sorgarbönd merkt Sorgarmiðstöð.
Ef að þú átt saumavél eða overlockvél væri frábært að fá þig í hópinn og eiga gott kvöld með okkur. Boðið verður upp á létt snarl.
Stundin hefst kl. 19:30. Skráning hér
Einnig vantar okkur sjálfboðaliða til að taka vaktir með okkur í Laugardalshöll 17. og 18 . ágúst. Nánar hér