17/08/2023
Laugardalshöllin

Fit and Run expo

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka verður haldið 19. ágúst næstkomandi og er í boði að hlaupa til stuðnings Sorgarmiðstöðvar. Að þessu sinni söfnum við fyrir stuðningshópastarfi okkar en það er stór hluti af starfsemi Sorgarmiðstöðvar.

Hægt er að skrá sig í hlaupið hér.

Fyrir hlaupið, þann 17. og 18. ágúst, fer fram Fit and Run expo sem er sýning fyrir alla fjölskylduna þar sem áhersla er lögð á undirbúning hlaupara fyrir Reykjavíkurmaraþonið en einnig verða góðgerðarfélögin á staðnum að kynna starfsemi sína og taka á móti hlaupurum sem hlaupa fyrir félagið.
Sorgarmiðstöð verður að sjálfsögðu með bás á staðnum en okkur vantar mannskap til að taka vaktir og vera með okkur á básnum. Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði Sorgarmiðstöðvar þessa daga og vera með okkur máttu skrá þig hér

Við hvetjum hlauparana okkar og aðra að kíkja við, spjalla og ná í sorgarböndin sem sjálfboðaliðar Sorgarmiðstöðvar hafa saumað fyrir hlauparana.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ

SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR

sorgarmidstod@sorgarmidstod.is

Sími: 551 4141

Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753

Landlæknisembættið er verndari Sorgarmiðstöðvar

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira