12. september síðastliðinn var formleg opnun Sorgarmiðstöðvar í Lífsgæðasetri st. Jó. í Hafnafirði. Fullt var út úr dyrum og erum við gríðarlega þakklát fyrir þann stuðning og meðbyr sem við höfum fengið.
Meðal gesta sem tóku til máls voru Rósa bæjarstjóri Hafnarfjarðar en Sorgarmiðstöð og Hafnarfjarðarbær hafa gert með sér samstarfssamning til þriggja ára sem felur m.a. í sér að Sorgarmiðstöðin fær aðstöðu í Lífsgæðasetri St. Jó. Alma Möller landlæknir tók einnig til máls og er Landlæknisembættið verndari Sorgarmiðstöðvar. Högni Egilsson tók lagið fyrir gesti og Sigurbjörg hjá Lausninni hélt erindið „Að finna leiðina eftir ástvinamissi“.
Fyrirtæki bæjarins glöddu svo gesti og gangandi með ljúffengum veitingum.
Kærar þakkir fyrir komuna.