Aðventustund fyrir syrgjendur 13. desember – sýnd á RÚV

Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Um árabil hafa sorgarsamtök, Landspítalinn og Þjóðkirkjan boðið þeim sem nýlega hafa misst ástvin til samkomu á aðventunni. Þetta hefur verið stund kærleika og huggunar fyrir syrgjendur í aðdraganda jóla.

Vegna samkomutakmarkana verður stundinni að þessu sinni sjónvarpað til allra landsmanna frá Grafarvogskirkju sunnudaginn 13. desember kl. 17:00.

Séra Guðrún Karls Helgudóttir kynnir stundina. Lifandi tónlist verður í höndum Sigríðar Thorlacius, Sigurðar Guðmundssonar, Matthíasar Stefánssonar og Hilmars Arnar Agnarssonar.  Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson flytur hugvekju og biskup Íslands,frú Agnes M. Sigurðardóttir fer með lokaorð.

Fjölskyldur geta tekið þátt í stundinni með því að kveikja á kerti í minningu látinna ástvina. Landsmenn allir eru hvattir til að sýna syrgjendum samhug með því að kveikja á kerti heima í stofu eða úti fyrir. Saman skulum við mynda bylgju hlýhugar og samkenndar til stuðnings hvert öðru á erfiðum tímum. 

Árný Guðmundsdóttir táknmálstúlkar á RÚV 2, 13. desember kl. 16:40

Landspítalinn, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjan.

Sorgarmiðstöð framkvæmdastjórn
Kristín Lilja nýr framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar
Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar. Kristín Lilja er með BSc gráðu í sölu- og markaðsfræðum frá dönskum háskóla, þar að ...
Starfshópur afhenti tillögur að aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi
Undanfarna mánuði hefur starfshópur sem skipaður var af fyrrum heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni, unnið tillögur að nýrri aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi, fyrir ...
Sorgarmiðstöð
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar lokar yfir hátíðarnar
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar verður lokuð dagana 23. desember – 3. janúar. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is Allar pantanir úr ...
Leiðiskransagerð – námskeið
Í vikunni bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin ...
Sorgartrén nú orðin tvö
Sorgartré Sorgarmiðstöðvar eru núna orðin tvö en Sorgarmiðstöð eignaðist í upphafi aðventunnar sorgartré í Lystigarðinum á Akureyri. Það er staðsett syðst í Lystigarðinum, austan við ...
Sorgartréð tendrað í þriðja sinn
Tendrað verður á Sorgartré Sorgarmiðstöðvar þriðja árið í röð í Hellisgerði sunnudaginn 1. desember. Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira