Aðventustund fyrir syrgjendur 13. desember – sýnd á RÚV

Oft er erfitt að horfa fram til jóla þegar ástvinur hefur fallið frá. Um árabil hafa sorgarsamtök, Landspítalinn og Þjóðkirkjan boðið þeim sem nýlega hafa misst ástvin til samkomu á aðventunni. Þetta hefur verið stund kærleika og huggunar fyrir syrgjendur í aðdraganda jóla.

Vegna samkomutakmarkana verður stundinni að þessu sinni sjónvarpað til allra landsmanna frá Grafarvogskirkju sunnudaginn 13. desember kl. 17:00.

Séra Guðrún Karls Helgudóttir kynnir stundina. Lifandi tónlist verður í höndum Sigríðar Thorlacius, Sigurðar Guðmundssonar, Matthíasar Stefánssonar og Hilmars Arnar Agnarssonar.  Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson flytur hugvekju og biskup Íslands,frú Agnes M. Sigurðardóttir fer með lokaorð.

Fjölskyldur geta tekið þátt í stundinni með því að kveikja á kerti í minningu látinna ástvina. Landsmenn allir eru hvattir til að sýna syrgjendum samhug með því að kveikja á kerti heima í stofu eða úti fyrir. Saman skulum við mynda bylgju hlýhugar og samkenndar til stuðnings hvert öðru á erfiðum tímum. 

Árný Guðmundsdóttir táknmálstúlkar á RÚV 2, 13. desember kl. 16:40

Landspítalinn, Sorgarmiðstöð og Þjóðkirkjan.

Samtal eftir sýninguna Sýslumaður dauðans
Sorgarmiðstöð fór í samstarf við Borgarleikhúsið og hélt sérstaka umræðusýningu þann 17. nóvember síðastliðinn á leikverkinu Sýslumaður dauðans. Verkið er eftir Birni Jón Sigurðsson og ...
Anna Guðný nýr verkefnastjóri Hjálp48
Anna Guðný Hermannsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir verkefninu Hjálp48 en hún hóf störf í júní 2024. Verkefnið Hjálp48 felur í sér þróun, prófun og ...
Sorgarmiðstöð á Akureyri
Jóhanna María Eyjólfsdóttir, fagstjóri Sorgarmiðstöðvar, og Anna Guðný Hermannsdóttir, verkefnastjóri Hjálp 48, fóru á dögunum í ferð til Akureyrar til að vinna að og undirbúa ...
Könnun um sorgarstuðning á Norðurslóðum
Sorgarmiðstöðin er aðili að norrænu samstarfi sem hefur meðal annars að markmiði að rannsaka hvað reynist vel varðandi stuðning eftir ástvinamissi. Óskað er eftir þátttöku ...
Sjöundi þáttur hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar er kominn í loftið
Sjöundi þáttur hlaðvarpsins Sorg og missir er kominn í loftið og hægt er að nálgast hann hér á heimasíðu okkar og á streymisveitunni Spotify. Þátturinn ...
Gulur september
Sorgarmiðstöð tók þátt í verkefninu Gulur september þar sem stofnanir og félagasamtök unnu saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Allur Septembermánuður var lagður undir og voru ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira