Á Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga í ár er lögð áhersla á að standa saman gegn sjálfsvígum.
Kirkjur víða um land verða opnar kl. 20. í tilefni forvarnardagsins.
Dómkirkjan í Reykjavík – Gunnar Gunnarsson píanisti og organisti flytur ljúfa tóna. Hægt verður að kveikja á kerti í minningu ástvinar.
Glerárkirkja á Akureyri – samvera á vegum Samhygðar, Grófarinnar og Píeta. Þar verður hægt að kveikja á kerti í minningu ástvinar og þyggja kaffisopa.
Egilsstaðakirkja – samvera þar sem starfsmenn Brunavarna Austurlands munu meðal annars deila reynslu sinni.
Selfosskirkja – samverustund
Sandgerðiskrikja – minningarstund
Akraneskirkja – Kyrrðarstund
Við hvetjum einnig þá sem heima eru til að kveikja á kerti í kvöld kl. 20 til að minnast þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi, til að tendra ljós til þeirra sem á þurfa að halda og til stuðnings forvarna gegn sjálfsvígum.