SORGARMIÐSTÖÐ 1 ÁRS

Í dag er 1 ár frá því að Sorgarmiðstöð hóf starfsemi sína. Með tilkomu Sorgarmiðstöðvar varð til heildstætt úrræði fyrir syrgjendur og aðstandendur þeirra á einum stað.
Við viljum þakka einstaklega góðar mótttökur á þessu fyrsta starfsári okkar. Það er augljós þörf og áhugi á stuðningi við sorgarúrvinnslu eftir ástvinamissi og er nýting á þjónustu okkar mikil. Á þessu fyrsta ári hefur Sorgarmiðstöð verið með 21 fræðsluerindi og 18 stuðningshópa ásamt því að bjóða upp á djúpslökun, opið hús, gönguhóp, stuðning eftir skyndileg andlát á vinnustöðum, í skólum o.fl.
Við förum inn í nýtt starfsár full af orku og höldum ótrauð áfram við uppbyggingu Sorgarmiðstöðvar.

Aukin réttur til sorgarleyfis samþykktur
Alþingi samþykkti á dögunum frumvarp um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis sem styrkir enn frekar stöðu ...
Landlæknir
Landlæknir í heimsókn
Föstudaginn 6. júní kíkti María Heimisdóttir núverandi landlæknir í heimsókn í Sorgarmiðstöð. Þetta var góður fundur og mikill heiður að fá hana en þetta var ...
Fjölsótt námskeið fyrir jafningja
Fjöldi manns á vegum Sorgarmiðstöðvar sóttu jafningjanámskeið hjá Krabbameinsfélaginu nú á dögunum. Námskeiðinu er ætlað að efla jafningjaþjónustu Sorgarmiðstöðvar. Jafningjaþjónustan snýr að því að bjóða ...
Myndin af pabba er komin upp á hillu
Þegar barnsfaðir Ingu Helgu Sveinsdóttur lést eftir harða baráttu við krabbamein ákvað hún strax að sækja alla þá aðstoð sem hún mögulega gæti fyrir börnin ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Á aðalfundi 29. apríl síðastliðinn var kosið til nýrrar stjórnar Sorgarmiðstöðvar sem mun sitja frá 2025 -2026. Berglind Arnardóttir mun halda sæti sínu sem formaður ...
Fundur með velferðarnefnd vegna sorgarleyfis
Í vor óskaði velferðarnefnd eftir umsögn frá Sorgarmiðstöð og öðrum hagsmunaaðilum varðandi breytingar á sorgarleyfi sem tók gildi 1. janúar 2023. Í framhaldinu mættu fulltrúar ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira