FIFA22 mót Sorgarmiðstöðvar var haldið síðasta sunnudag og fór fram úr okkar björtustu vonum.
Fjöldi liða skráði sig til leiks og skapaðist ótrúlega góð stemning og fallegur andi.
Okkur langar til að þakka öllum sem komu að mótinu innilega og kærlega fyrir allt saman. Arena Gaming Ísland, Rafíþróttasamtök Íslands, GameTíví, styrktaraðilar og þátttakendur. Við hefðum ekki getað gert þetta án ykkar og eru hjörtu okkar full þakklætis.
Á myndunum má m.a. sjá vinningshafa 1.-4. sætisins, vinningshafa áhorfendapottsins, hluta þeirra sem stóðu að útsendingunni og þátttakendur.