Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra veitir Sorgarmiðstöð styrk

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Sorgarmiðstöð styrk að upphæð fimm milljónum króna. Styrkurinn er veittur til almennrar starfsemi Sorgarmiðstöðvar sem felst í þjónustu og stuðningi við syrgjendur í sorgarúrvinnslu. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra:
„Þjónusta Sorgarmiðstöðvarinnar er ómetanleg jafnt fyrir syrgjendur og aðstandendur þeirra enda fylgir því að missa fólkið sitt sorg og erfiðar tilfinningar. Það er því afar gagnlegt að geta leitað á einn stað með öll þau fjölmörgu atriði sem upp kunna að koma við sorgarúrvinnslu. Nýjum lögum um sorgarleyfi vegna barnsmissis sem voru samþykkt á Alþingi í júní og taka gildi í byrjun næsta árs er sömuleiðis ætlað að styðja við foreldra sem missa barn og gefa þeim svigrúm frá skyldum sínum á vinnumarkaði til að vinna úr sorginni.“

Ína Ólöf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar:
„Sorgarmiðstöð hefur undanfarin ár veitt syrgjendum, aðstandendum þeirra og fagfólki ráðgjöf og stuðning. Miðstöðin hefur haldið úti fjölbreyttri starfsemi en aðsóknin í hana hefur aukist verulega frá opnun Sorgarmiðstöðvar. Með þessum styrk gefst tækifæri á að halda áfram því góða starfi sem unnið er í Sorgarmistöð og bæta þjónustuna enn frekar fyrir syrgjendur á Íslandi. Við þökkum Guðmundi Inga Guðbrandsyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra innilega fyrir veittan stuðning með þessu framlagi.“

Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira