Í tilefni af 10.september var haldin kyrrðarstund í Dómkirkjunni til að minnast þeirra sem við höfum misst í sjálfsvígi. Systur komu og spiluðu fallega tóna og sögð voru huggandi orð. Einnig var kveikt á 39 kertum en það er sá fjöldi sem við missum að meðaltali á ári í sjálfsvígum á Íslandi.
Félagar úr slökkviliði höfuðborgarsvæðisins tóku þátt í kyrrðarstundinni og stóðu heiðursvörð fyrir utan Dómkirkjuna. Sá hópur snertir líf okkar á erfiðum stundum og mjög táknrænt að sjá þau taka þátt með þessum hætti.
Mynd: Fréttablaðið/Ernir