Við erum einstaklega stolt af því að sjónvarpsþátturinn MISSIR hafi hlotið Edduna í ár fyrir mannlífsþátt ársins. Þættirnir voru unnir í samstarfi við Sorgarmiðstöð og er framkvæmdastjóri okkar hún Ína Lóa Sigurðardóttir einn af höfundum þáttana.
Við óskum öllum sem komu að gerð þáttana innilega til hamingju og ekki síst öllum þeim viðmælendum sem voru tilbúnir til að deila reynslu sinni og þannig hjálpa öðrum í sömu stöðu.
Við fögnum því að málefnið sem við stöndum fyrir hafi verið heiðrað á þennan hátt og vonum innilega að meira fjármagn verði lagt í þennan málaflokk.

