Oddfellowstúka nr. 7 Þorkell Máni styrkir Sorgarmiðstöð

Að tilefni 70 ára afmælis Oddfellowstúku nr. 7 Þorkells Mána var Sorgarmiðstöð veittur veglegur styrkur að upphæð 1.500.000 kr. Styrkurinn var veittur við fallega og hátíðlega athöfn.
Sorgarmiðstöð þakkar stjórn líknarsjóðs stúkunnar og öllu því góðhjartaða fólki sem starfar innan stúkunnar innilega fyrir þessa veglegu gjöf. Gjöfin gerir Sorgarmiðstöð kleift að stækka og dafna en nýlega fékk Sorgarmiðstöð afhent stærra rými og kemur styrkurinn því að einstaklega góðum notum.

Á meðfylgjandi mynd taka þær Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Guðrún Þóra Arnardóttir starfsmaður við styrknum.

Sorgarmiðstöð framkvæmdastjórn
Kristín Lilja nýr framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar
Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar. Kristín Lilja er með BSc gráðu í sölu- og markaðsfræðum frá dönskum háskóla, þar að ...
Starfshópur afhenti tillögur að aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi
Undanfarna mánuði hefur starfshópur sem skipaður var af fyrrum heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni, unnið tillögur að nýrri aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi, fyrir ...
Sorgarmiðstöð
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar lokar yfir hátíðarnar
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar verður lokuð dagana 23. desember – 3. janúar. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is Allar pantanir úr ...
Leiðiskransagerð – námskeið
Í vikunni bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin ...
Sorgartrén nú orðin tvö
Sorgartré Sorgarmiðstöðvar eru núna orðin tvö en Sorgarmiðstöð eignaðist í upphafi aðventunnar sorgartré í Lystigarðinum á Akureyri. Það er staðsett syðst í Lystigarðinum, austan við ...
Sorgartréð tendrað í þriðja sinn
Tendrað verður á Sorgartré Sorgarmiðstöðvar þriðja árið í röð í Hellisgerði sunnudaginn 1. desember. Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira