Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

Ráðstefna – Skyndilegur missir

Hvað getum við gert betur fyrir þau sem missa ástvin skyndilega? 

Sorgarmiðstöð býður upp á ráðstefnu fyrir syrgjendur, aðstandendur og alla þá fagaðila sem vinna að velferð þeirra. Við hvetjum heilbrigðisstarfsfólk, viðbragðsaðila, sálgæsluaðila, mannauðsstjóra og stjórnendur sérstaklega til að skrá sig. 

Skyndilegur missir snertir marga og verður hér fjallað um hann frá mismunandi sjónarhornum: Af vettvangi, á vinnustöðum, frá sjónarhóli aðstandanda og í pallborðsumræðum verður þeirri spurning velt upp – hvernig gerum við betur fyrir syrgjendur sem missa skyndilega? 

Ráðstefnan verður haldin 31. ágúst næstkomandi frá kl. 13:00 -16:00 í sal deCODE, Sturlugötu 8, ásamt því að vera streymt á YOUTUBE. Hlekkur verður sendur samdægurs á alla sem skráðir eru á ráðstefnuna.

Freyr Eyjólfsson er fundarstjóri ráðstefnunnar og Alma Möller Landlæknir og verndari Sorgarmiðstöðvar setur ráðstefnuna. 

Hægt er að kaupa miða á ráðstefnuna á tix sjá hér

Ef hagnaður verður af ráðstefnunni verður honum ráðstafað til að styðja við fólk sem missir ástvin skyndilega.

Sorgarmiðstöð
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar lokar yfir hátíðarnar
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar verður lokuð dagana 23. desember – 3. janúar. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is Allar pantanir úr ...
Leiðiskransagerð – námskeið
Í vikunni bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin ...
Sorgartrén nú orðin tvö
Sorgartré Sorgarmiðstöðvar eru núna orðin tvö en Sorgarmiðstöð eignaðist í upphafi aðventunnar sorgartré í Lystigarðinum á Akureyri. Það er staðsett syðst í Lystigarðinum, austan við ...
Sorgartréð tendrað í þriðja sinn
Tendrað verður á Sorgartré Sorgarmiðstöðvar þriðja árið í röð í Hellisgerði sunnudaginn 1. desember. Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau ...
Sorgarmiðstöð með fulltrúa á evrópskri sorgarráðstefnu í Dublin
Jóhanna María fagstjóri Sorgarmiðstöðvar fór á evrópska sorgarráðstefnu í Dublin 11. – 13. nóvember. Um fjögur hundruð manns mættu á ráðstefnuna og þar á meðal ...
Samtal eftir sýninguna Sýslumaður dauðans
Sorgarmiðstöð fór í samstarf við Borgarleikhúsið og hélt sérstaka umræðusýningu þann 17. nóvember síðastliðinn á leikverkinu Sýslumaður dauðans. Verkið er eftir Birni Jón Sigurðsson og ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira