Í síðustu viku fékk Sorgarmiðstöð heimsókn frá Oddfellow konum í Rebekkustúku nr. 7, Þorgerði. Þær mættu færandi hendi og styrktu Sorgarmiðstöð um notaðan tækjabúnað í nýja rýmið upp á 4. hæð.
Við í Sorgarmiðstöð teljum mikilvægt að nýta það sem hægt er að nota aftur og gefa þannig hlutum nýtt líf. Það er eitthvað sem Sorgarmiðstöð reynir að stuðla að og er töluvert af okkar búnaði endurnýttur.
Við þökkum þeim dásamlegu konum í Rebekkustúku nr. 7, Odfellowreglunni innilega fyrir okkur og ánægjulega heimsókn.