Guðni Th Jóhannesson Forseti Íslands heimsótti Sorgarmiðstöð á Degi Barna í Sorg.
Við ræddum við Guðna um mikilvægi sorgarúrvinnslu og faglegrar þjónustu fyrir syrgjendur, þ.á.m. fyrir börn. Einnig ræddum við um aukinn skilning samfélagsins á mikilvægi þess að grípa fólk eftir ástvinamissi, og svo hvað megi gera betur.
Þetta var einstaklega ánægjuleg samvera þar sem forsetinn gaf sér góðan tíma í þetta mikilvæga málefni.
Takk fyrir heimsóknina og spjallið kæri Guðni.