Heiðursbollinn 2022

Sorgarmiðstöð veitir í annað sinn viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Að þessu sinni er það félags- og vinnumarkaðsráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson sem hlýtur Heiðursbollann 2022. Bollinn er unnin af Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur keramikhönnuði og voru það formaður Karólína Helga Símonardóttir og framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar Ína Lóa Sigurðardóttir sem afhentu viðurkenninguna.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson hlýtur viðurkenningu fyrir að kom á lagasetningu um sorgarorlof fyrir foreldra sem missa börn sín. Hann lagði frumvarpið fram sl. vor sem var samþykkt einróma og tóku lögin gildi í janúar sl.

Lögin tryggja foreldrum sem missa barn sitt rétt til sorgarleyfis í sex mánuði sem og greiðslur til að koma til móts við tekjutap. Einnig er gert ráð fyrir að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða skertu starfshlutfalli og einnig yfir lengra tímabil.

Guðmundur Ingi heimsótti Sorgarmiðstöð að þessu tilefni og þáði veitingar sem Gulli Arnar styrkti Sorgarmiðstöð um. Hann nefndi í tilefni dagsins hve miklu máli það skiptir að sjá sorgarleyfi loks verða að veruleika og hve mikilvægt það væri að geta tekið betur utan um fjölskyldur sem missa börn sín með þessu móti.

Með viðurkenningu þessari vill Sorgarmiðstöð þakka Guðmundi Inga fyrir hans mikilvæga starf í þágu syrgjenda og fyrir að vekja athygli á og staðfesta með þessum hætti mikilvægi sorgarúrvinnslu sem lið í eflingu lýðheilsu samfélagsins. 

Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira