Þann 24.ágúst 2023 hefði Bjarki Friðriksson orðið fimmtugur, en hann lést skyndilega úr heilahimnubólgu árið 1993.
Systir Bjarka, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir leik og tónlistarkona ætlar að heiðra minningu hans með tónleikum í Hörpu þann 27. ágúst kl.16:00
Karl Olgeirsson mun spila með henni á hammondorgel og er sérstakur heiðursgestur Edda Björgvinsdóttir.
Við hvetjum alla til að mæta, njóta fallegra tóna og minnast elsku Bjarka. Hægt er að kaupa miða á TIX