Ný dögun hefur hætt starfsemi 

Ný dögun, eitt aðildarfélaga Sorgarmiðstöðvar hefur hætt starfsemi og þjónustan flust í Sorgarmiðstöð. 

Þetta eru tímamót því Ný dögun var elsta grasrótarfélagið á sviði sorgarúrvinnslu, stofnað 1987 af einstaklingum sem höfðu reynslu af sárum missi og takmörkuðum úrræðum. Markmiðið frá upphafi var að skapa vettvang til að styðja syrgjendur og þau sem vinna að velferð þeirra. Kjarnastarfsemin, nú í Sorgarmiðstöð, er fræðsla og samvera, stuðningshópastarf á jafningjagrunni og útgáfa fræðsluefnis. Ný dögun stóð einnig fyrir almennri fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, ásamt því að beita sér fyrir hagsmunum syrgjenda í ýmsum málum sem Sorgarmiðstöð gerir í dag.

Ný dögun átti stóran þátt í stofnun Sorgarmiðstöðvar því hana má rekja til vinnufundar sem Ný dögun hélt í tilefni af 30 ára starfsafmæli sínu, árið 2017. Yfirskrift hans var: „Hvað getum við gert betur í þjónustu við syrgjendur á Íslandi?“ Þar komu saman félög, stofnanir og einstaklingar á svið sorgarúrvinnslu sem lögðu til að stofnuð yrði miðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á sviði sorgarúrvinnslu á einum stað.

Við slit Nýrrar dögunar ánafnaði stjórn hennar eignum sínum til Sorgarmiðstöðvar. Sorgarmiðstöð þakkar innilega fyrir og vill nota tækifærið og þakka stjórn Nýrrar dögunar fyrir samfylgdina sl.5 ár og fyrir allt sitt mikilvæga frumkvöðlastarf í 36 ár.

Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira