Ný dögun hefur hætt starfsemi 

Ný dögun, eitt aðildarfélaga Sorgarmiðstöðvar hefur hætt starfsemi og þjónustan flust í Sorgarmiðstöð. 

Þetta eru tímamót því Ný dögun var elsta grasrótarfélagið á sviði sorgarúrvinnslu, stofnað 1987 af einstaklingum sem höfðu reynslu af sárum missi og takmörkuðum úrræðum. Markmiðið frá upphafi var að skapa vettvang til að styðja syrgjendur og þau sem vinna að velferð þeirra. Kjarnastarfsemin, nú í Sorgarmiðstöð, er fræðsla og samvera, stuðningshópastarf á jafningjagrunni og útgáfa fræðsluefnis. Ný dögun stóð einnig fyrir almennri fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, ásamt því að beita sér fyrir hagsmunum syrgjenda í ýmsum málum sem Sorgarmiðstöð gerir í dag.

Ný dögun átti stóran þátt í stofnun Sorgarmiðstöðvar því hana má rekja til vinnufundar sem Ný dögun hélt í tilefni af 30 ára starfsafmæli sínu, árið 2017. Yfirskrift hans var: „Hvað getum við gert betur í þjónustu við syrgjendur á Íslandi?“ Þar komu saman félög, stofnanir og einstaklingar á svið sorgarúrvinnslu sem lögðu til að stofnuð yrði miðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á sviði sorgarúrvinnslu á einum stað.

Við slit Nýrrar dögunar ánafnaði stjórn hennar eignum sínum til Sorgarmiðstöðvar. Sorgarmiðstöð þakkar innilega fyrir og vill nota tækifærið og þakka stjórn Nýrrar dögunar fyrir samfylgdina sl.5 ár og fyrir allt sitt mikilvæga frumkvöðlastarf í 36 ár.

Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...
Hjálp48 verkefnið farið af stað á Akureyri
Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri  fór fram dagana 3. og 4. september  í Glerárkirkju. Þeir sem að stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún ...
5,7 milljónir söfnuðust
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn. Á þessu ári var metskráning og einnig var söfnunarmetið slegið á hlaupastyrkur.is. Að sama skapi er öhætt ...
Sumarið á skrifstofunni
Símatími helst óbreyttur hjá okkur yfir sumartímann og hægt er að ná í okkur á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 9 og 12. Skrifstofan mun ...
Fundur með heilbrigðisráðherra
Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar áttu góðan fund með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra 26. júní síðastliðinn þar sem farið var yfir hagsmunamál syrgjenda. Það er gott að Sorgarmiðstöð fái ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira