Ný dögun hefur hætt starfsemi 

Ný dögun, eitt aðildarfélaga Sorgarmiðstöðvar hefur hætt starfsemi og þjónustan flust í Sorgarmiðstöð. 

Þetta eru tímamót því Ný dögun var elsta grasrótarfélagið á sviði sorgarúrvinnslu, stofnað 1987 af einstaklingum sem höfðu reynslu af sárum missi og takmörkuðum úrræðum. Markmiðið frá upphafi var að skapa vettvang til að styðja syrgjendur og þau sem vinna að velferð þeirra. Kjarnastarfsemin, nú í Sorgarmiðstöð, er fræðsla og samvera, stuðningshópastarf á jafningjagrunni og útgáfa fræðsluefnis. Ný dögun stóð einnig fyrir almennri fræðslu um sorg og sorgarviðbrögð í fjölmiðlum og á opinberum vettvangi, ásamt því að beita sér fyrir hagsmunum syrgjenda í ýmsum málum sem Sorgarmiðstöð gerir í dag.

Ný dögun átti stóran þátt í stofnun Sorgarmiðstöðvar því hana má rekja til vinnufundar sem Ný dögun hélt í tilefni af 30 ára starfsafmæli sínu, árið 2017. Yfirskrift hans var: „Hvað getum við gert betur í þjónustu við syrgjendur á Íslandi?“ Þar komu saman félög, stofnanir og einstaklingar á svið sorgarúrvinnslu sem lögðu til að stofnuð yrði miðstöð þar sem syrgjendur og aðrir gætu gengið að upplýsingum og þjónustu á sviði sorgarúrvinnslu á einum stað.

Við slit Nýrrar dögunar ánafnaði stjórn hennar eignum sínum til Sorgarmiðstöðvar. Sorgarmiðstöð þakkar innilega fyrir og vill nota tækifærið og þakka stjórn Nýrrar dögunar fyrir samfylgdina sl.5 ár og fyrir allt sitt mikilvæga frumkvöðlastarf í 36 ár.

Myndin af pabba er komin upp á hillu
Þegar barnsfaðir Ingu Helgu Sveinsdóttur lést eftir harða baráttu við krabbamein ákvað hún strax að sækja alla þá aðstoð sem hún mögulega gæti fyrir börnin ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Á aðalfundi 29. apríl síðastliðinn var kosið til nýrrar stjórnar Sorgarmiðstöðvar sem mun sitja frá 2025 -2026. Berglind Arnardóttir mun halda sæti sínu sem formaður ...
Fundur með velferðarnefnd vegna sorgarleyfis
Í vor óskaði velferðarnefnd eftir umsögn frá Sorgarmiðstöð og öðrum hagsmunaaðilum varðandi breytingar á sorgarleyfi sem tók gildi 1. janúar 2023. Í framhaldinu mættu fulltrúar ...
Heiðursbollinn 2024
Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn
Á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 29. apríl var Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn. Heiðursbollinn er ætlaður sem viðurkenning til þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum ...
Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar 2025
Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl. Fundurinn verður frá kl. 18:00 – 20:00 og er haldinn í Lífsgæðasetrinu Hafnarfirði. Áhugasamir geta sent fyrirspurn varðandi framboð til ...
Minningarmót Sigurðar Jóhanns í Mjölni
Sunnudaginn 2. febrúar hélt Mjölnir minningarmót til heiðurs Sigurði Jóhanni Rui Helgasyni. Sigurður Jóhann var iðkandi og þjálfari í Mjölni til fjölda ára en hann ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira