Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar var kosin á aðalfundi þann 23. maí. Á aðalfundi voru samþykkt ný lög og var ákveðið að fækka í stjórn úr 7 manns í 4 manns.

Þau sem sitja í nýrri stjórn eru: Hrannar Már Ásgeirs Sigrúnarson og er hann nýr formaður, Berglind Arnardóttir, Hólmfríður Anna Baldursdóttir og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Í varastjórn eru: Anna Dagmar Arnarsdóttir og Guðfinna Hallgrímsdóttir.

Úr stjórn ganga: Karólína Helga Símonardóttir formaður, Birna Dröfn Jónasdóttir, Gísli Álfgeirsson, Halla Rós Eiríksdóttir og Þórunn Pálsdóttir.

Úr varastjórn ganga: Bjarney Harðardóttir og Pálína Georgsdóttir.

Einnig kvöddu okkur tveir starfsmenn en Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir fagstjóri hætti störfum í febrúar og Guðrún Þóra Arnardóttir umsjónarmaður vef og markaðsmála lætur af störfum í júní.

Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir vel unnin störf í þágu Sorgarmiðstöðvar.

Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...
Hjálp48 verkefnið farið af stað á Akureyri
Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri  fór fram dagana 3. og 4. september  í Glerárkirkju. Þeir sem að stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira