Rekstrarstyrkur

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Sorgarmiðstöð rekstrarstyrk að upphæð fimm milljónir króna til tveggja ára.
Undanfarin ár hefur Sorgarmiðstöð veitt syrgjendum, aðstandendum þeirra og fagfólki ráðgjöf og stuðning. Miðstöðin hefur haldið úti fjölbreyttri starfsemi þar sem aðsóknin hefur aukist verulega frá opnun og með rekstrarstyrk gefst tækifæri á að halda áfram því góða starfi sem unnið er og tryggja grunnstarfsemina. Styrkurinn kemur því að góðum notum og er mikill heiður að hljóta styrkinn og vera í fríðu föruneyti félagasamtaka- og verkefna er hlutu styrkveitingu en veittir voru 41 styrkir til verkefna á sviði félags- og velferðarmála og nam heildarfjárhæðin ríflega 200 milljónum króna.

Við þökkum Guðmundi Inga Guðbrandsyni, félags- og vinnumarkaðsráðherra innilega fyrir veittan stuðning með þessu framlagi.

Birna Dröfn Jónasdóttir stjórnarkona Sorgarmiðstöðvar tók við styrknum.  

Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...
Hjálp48 verkefnið farið af stað á Akureyri
Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri  fór fram dagana 3. og 4. september  í Glerárkirkju. Þeir sem að stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira