Sorgarmiðstöð á norðurlandi

Þann 16.-17. febrúar fóru þær Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir fagstjóri og Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdastjóri til Akureyrar.
Tilgangur ferðarinnar var að efla þjónustu við syrgjendur á norðurlandi.

Var það gert með því að þjálfa væntanlega hópstjóra eftir verklagi Sorgarmiðstöðvar, flytja erindið ,,Þegar ástvinur deyr“ en það verður reglulega á dagskrá hjá Sorgarmiðstöð/Samhygð á Akureyri fyrir þau sem hafa nýlega misst ástvin. Einnig var erindið ,,Sorg barna og skólasamfélagið“ flutt fyrir stjórnendur grunnskóla á norðurlandi.
Bæklingar, bækur, leiðiskerti og annar varningur var ferjaður norður og er nú hægt að nálgast hann hjá Samhygð/Sorgarmiðstöð á norðurlandi.

Við erum einstaklega ánægð með að vera farin að þjónusta landsbyggðina betur og hvetjum alla sem hafa áhuga á að skrá sig í stuðningshópastarf að gera það hér

Hlökkum til að efla þjónustuna á landsbyggðinni enn frekar.

Sorgarmiðstöð framkvæmdastjórn
Kristín Lilja nýr framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar
Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar. Kristín Lilja er með BSc gráðu í sölu- og markaðsfræðum frá dönskum háskóla, þar að ...
Starfshópur afhenti tillögur að aðgerðaráætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi
Undanfarna mánuði hefur starfshópur sem skipaður var af fyrrum heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórssyni, unnið tillögur að nýrri aðgerðaáætlun til að fækka sjálfsvígum á Íslandi, fyrir ...
Sorgarmiðstöð
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar lokar yfir hátíðarnar
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar verður lokuð dagana 23. desember – 3. janúar. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is Allar pantanir úr ...
Leiðiskransagerð – námskeið
Í vikunni bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin ...
Sorgartrén nú orðin tvö
Sorgartré Sorgarmiðstöðvar eru núna orðin tvö en Sorgarmiðstöð eignaðist í upphafi aðventunnar sorgartré í Lystigarðinum á Akureyri. Það er staðsett syðst í Lystigarðinum, austan við ...
Sorgartréð tendrað í þriðja sinn
Tendrað verður á Sorgartré Sorgarmiðstöðvar þriðja árið í röð í Hellisgerði sunnudaginn 1. desember. Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira