Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

Sorgarmiðstöð fær styrk í nafni Lárusar Dags Pálssonar

Á dögunum fékk Sorgarmiðstöð styrk að upphæð 655 þúsund krónum í nafni Lárusar Dags Pálssonar. Lárus, eða Lalli eins og hann var kallaður, hefði orðið fimmtugur 6. september og af því tilefni héldu systur hans og vinir stóra veislu í Hlégarði. Listamenn og gestir tróðu upp með tónlist og sögum en var einnig boðið að styrka Sorgarmiðstöð.

„Ástæða þess að við vildum styrkja Sorgarmiðstöð er sú að við vitum hversu mikilvægt það er að geta leitað stuðnings þegar áföll eins og það sem við urðum fyrir dynja á. Sorgin er langt og einmanalegt ferli, en þá þarf maður alla þá hjálp sem er að finna til að fóta sig í nýjum veruleika. Nálgun Sorgarmiðstöðvar er að okkar mati fagleg og nærgætin í senn“ segir í bréfi aðstandenda.

Við erum ótrúlega þakklát fjölskyldu Lalla og vinum fyrir þessa rausnarlegu gjöf.

Sorgarmiðstöð
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar lokar yfir hátíðarnar
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar verður lokuð dagana 23. desember – 3. janúar. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is Allar pantanir úr ...
Leiðiskransagerð – námskeið
Í vikunni bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin ...
Sorgartrén nú orðin tvö
Sorgartré Sorgarmiðstöðvar eru núna orðin tvö en Sorgarmiðstöð eignaðist í upphafi aðventunnar sorgartré í Lystigarðinum á Akureyri. Það er staðsett syðst í Lystigarðinum, austan við ...
Sorgartréð tendrað í þriðja sinn
Tendrað verður á Sorgartré Sorgarmiðstöðvar þriðja árið í röð í Hellisgerði sunnudaginn 1. desember. Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau ...
Sorgarmiðstöð með fulltrúa á evrópskri sorgarráðstefnu í Dublin
Jóhanna María fagstjóri Sorgarmiðstöðvar fór á evrópska sorgarráðstefnu í Dublin 11. – 13. nóvember. Um fjögur hundruð manns mættu á ráðstefnuna og þar á meðal ...
Samtal eftir sýninguna Sýslumaður dauðans
Sorgarmiðstöð fór í samstarf við Borgarleikhúsið og hélt sérstaka umræðusýningu þann 17. nóvember síðastliðinn á leikverkinu Sýslumaður dauðans. Verkið er eftir Birni Jón Sigurðsson og ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira