Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpa

Í vikunni hlaut Sorgarmiðstöð fjölskylduviðurkenningu SOS Barna­þorp­anna fyr­ir stuðning og þjónustu í þágu barna­fjöl­skyldna á Ís­landi. El­iza Reid forsetafrú af­henti Karólínu Helgu Sím­on­ar­dótt­ur, stjórn­ar­formanni viðurkenninguna á al­þjóð­leg­um degi fjöl­skyld­unn­ar.
Á athöfninni ávarpaði Eva Skarpa­as, einn af þjónustuþegum Sorg­ar­mið­stöðv­ar við­stadda. Þar deildi hún reynslu sinni af því hvernig þjónusta Sorgarmiðstöðvar nýttist fjölskyldunni þegar sonur Evu féll frá ungur að aldri. Eva seg­ir að hjá Sorg­armiðstöð hafi hún feng­ið stuðning, hitt fólk með sömu reynslu og öðlast von um að finna lífs­gleðina á ný.

Um­sögn val­nefnd­ara
„Í SOS barna­þorp­um um all­an heim býr fjöldi barna sem hef­ur misst for­eldra sína og/eða aðra ætt­ingja og syrg­ir af þeim sök­um. Sorg­in er því vel þekkt við­fangs­efni í barna­þorp­un­um og fögn­um við því öfl­uga og mik­il­væga starfi sem Sorgarmiðstöð sinn­ir fyr­ir syrgj­andi börn og fjöl­skyld­ur hér á landi,“.

Í nefnd­inni sátu Sal­björg Bjarna­dótt­ir, fyrr­ver­andi sér­fræð­ing­ur hjá Land­læknisembætt­inu, Sigrún Þór­ar­ins­dótt­ir, sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs Kópa­vogs, Ragn­ar Schram fram­kvæmda­stjóri SOS og Hjör­dís Rós Jóns­dótt­ir fé­lags­ráð­gjafi og fræðslu­fulltrúi SOS.

Sorgarmiðstöð þakkar innilega fyrir þessa mikilvægu viðurkenningu og höldum við ótrauð áfram við vinnu okkar til stuðnings börnum og barnafjölskyldum hjá Sorgarmiðstöð.

Myndin af pabba er komin upp á hillu
Þegar barnsfaðir Ingu Helgu Sveinsdóttur lést eftir harða baráttu við krabbamein ákvað hún strax að sækja alla þá aðstoð sem hún mögulega gæti fyrir börnin ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Á aðalfundi 29. apríl síðastliðinn var kosið til nýrrar stjórnar Sorgarmiðstöðvar sem mun sitja frá 2025 -2026. Berglind Arnardóttir mun halda sæti sínu sem formaður ...
Fundur með velferðarnefnd vegna sorgarleyfis
Í vor óskaði velferðarnefnd eftir umsögn frá Sorgarmiðstöð og öðrum hagsmunaaðilum varðandi breytingar á sorgarleyfi sem tók gildi 1. janúar 2023. Í framhaldinu mættu fulltrúar ...
Heiðursbollinn 2024
Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn
Á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 29. apríl var Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn. Heiðursbollinn er ætlaður sem viðurkenning til þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum ...
Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar 2025
Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl. Fundurinn verður frá kl. 18:00 – 20:00 og er haldinn í Lífsgæðasetrinu Hafnarfirði. Áhugasamir geta sent fyrirspurn varðandi framboð til ...
Minningarmót Sigurðar Jóhanns í Mjölni
Sunnudaginn 2. febrúar hélt Mjölnir minningarmót til heiðurs Sigurði Jóhanni Rui Helgasyni. Sigurður Jóhann var iðkandi og þjálfari í Mjölni til fjölda ára en hann ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira