Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpa

Í vikunni hlaut Sorgarmiðstöð fjölskylduviðurkenningu SOS Barna­þorp­anna fyr­ir stuðning og þjónustu í þágu barna­fjöl­skyldna á Ís­landi. El­iza Reid forsetafrú af­henti Karólínu Helgu Sím­on­ar­dótt­ur, stjórn­ar­formanni viðurkenninguna á al­þjóð­leg­um degi fjöl­skyld­unn­ar.
Á athöfninni ávarpaði Eva Skarpa­as, einn af þjónustuþegum Sorg­ar­mið­stöðv­ar við­stadda. Þar deildi hún reynslu sinni af því hvernig þjónusta Sorgarmiðstöðvar nýttist fjölskyldunni þegar sonur Evu féll frá ungur að aldri. Eva seg­ir að hjá Sorg­armiðstöð hafi hún feng­ið stuðning, hitt fólk með sömu reynslu og öðlast von um að finna lífs­gleðina á ný.

Um­sögn val­nefnd­ara
„Í SOS barna­þorp­um um all­an heim býr fjöldi barna sem hef­ur misst for­eldra sína og/eða aðra ætt­ingja og syrg­ir af þeim sök­um. Sorg­in er því vel þekkt við­fangs­efni í barna­þorp­un­um og fögn­um við því öfl­uga og mik­il­væga starfi sem Sorgarmiðstöð sinn­ir fyr­ir syrgj­andi börn og fjöl­skyld­ur hér á landi,“.

Í nefnd­inni sátu Sal­björg Bjarna­dótt­ir, fyrr­ver­andi sér­fræð­ing­ur hjá Land­læknisembætt­inu, Sigrún Þór­ar­ins­dótt­ir, sviðs­stjóri vel­ferð­ar­sviðs Kópa­vogs, Ragn­ar Schram fram­kvæmda­stjóri SOS og Hjör­dís Rós Jóns­dótt­ir fé­lags­ráð­gjafi og fræðslu­fulltrúi SOS.

Sorgarmiðstöð þakkar innilega fyrir þessa mikilvægu viðurkenningu og höldum við ótrauð áfram við vinnu okkar til stuðnings börnum og barnafjölskyldum hjá Sorgarmiðstöð.

Fundur með heilbrigðisráðherra
Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar áttu góðan fund með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra 26. júní síðastliðinn þar sem farið var yfir hagsmunamál syrgjenda. Það er gott að Sorgarmiðstöð fái ...
Aukin réttur til sorgarleyfis samþykktur
Alþingi samþykkti á dögunum frumvarp um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis sem styrkir enn frekar stöðu ...
Landlæknir
Landlæknir í heimsókn
Föstudaginn 6. júní kíkti María Heimisdóttir núverandi landlæknir í heimsókn í Sorgarmiðstöð. Þetta var góður fundur og mikill heiður að fá hana en þetta var ...
Fjölsótt námskeið fyrir jafningja
Fjöldi manns á vegum Sorgarmiðstöðvar sóttu jafningjanámskeið hjá Krabbameinsfélaginu nú á dögunum. Námskeiðinu er ætlað að efla jafningjaþjónustu Sorgarmiðstöðvar. Jafningjaþjónustan snýr að því að bjóða ...
Myndin af pabba er komin upp á hillu
Þegar barnsfaðir Ingu Helgu Sveinsdóttur lést eftir harða baráttu við krabbamein ákvað hún strax að sækja alla þá aðstoð sem hún mögulega gæti fyrir börnin ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Á aðalfundi 29. apríl síðastliðinn var kosið til nýrrar stjórnar Sorgarmiðstöðvar sem mun sitja frá 2025 -2026. Berglind Arnardóttir mun halda sæti sínu sem formaður ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira