Erlent samstarf

Einn líður í því að starfsemi Sorgarmiðstöðvar geti haldið áfram að vaxa og dafna er að taka þátt í erlendu samstarfi.

Í byrjun mars átti fagstjóri Sorgarmiðstöðvar, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, afar upplýsandi og árangursríkan fund í Heilbrigðisráðuneyti Tékklands í Prag. Hann var haldinn í tilefni af komu fagstjórans á kvikmyndahátíð þar sem heimildarmyndin ÚT ÚR MYRKRINU, sem fjallar um eftirlifendur í kjölfar ástvinamissis úr sjálfsvígi, var sýnd í tilefni af geðræktarviku.

Að sögn fagstjóra voru allir helstu aðilar sem starfa í sorgarstuðningi og málefnum þeim tengdum boðaðir til fundarins í ráðuneytinu og málefni syrgjenda aðalumræðuefni hans.

Fundarmenn lýstu miklum áhuga á starfsemi Sorgarmiðstöðvar en stuðningur við syrgjendur er mun skemmra á veg komin í Tékklandi og að mestu leyti í höndum sjálfstætt starfandi fagaðila eða fámennra félagasamtaka. Niðurstaða fundarins var meðal annars sú að fundarmenn lýstu áhuga sínum yfir að kynna sér starfsemi Sorgarmiðstöðvar enn betur í þeim tilgangi meðal annars að taka upp svipað verklag og Sorgarmiðstöð hefur notað í stuðningshópastarfi sínu. Ennfremur var mikill hugur í fólki að setja á laggirnar í Tékklandi miðstöð í líkingu við Sorgarmiðstöð og að öllum líkindum markar fundurinn upphafið að frekara samstarfi.

Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...
Hjálp48 verkefnið farið af stað á Akureyri
Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri  fór fram dagana 3. og 4. september  í Glerárkirkju. Þeir sem að stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún ...
5,7 milljónir söfnuðust
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn. Á þessu ári var metskráning og einnig var söfnunarmetið slegið á hlaupastyrkur.is. Að sama skapi er öhætt ...
Sumarið á skrifstofunni
Símatími helst óbreyttur hjá okkur yfir sumartímann og hægt er að ná í okkur á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 9 og 12. Skrifstofan mun ...
Fundur með heilbrigðisráðherra
Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar áttu góðan fund með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra 26. júní síðastliðinn þar sem farið var yfir hagsmunamál syrgjenda. Það er gott að Sorgarmiðstöð fái ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira