Erlent samstarf

Einn líður í því að starfsemi Sorgarmiðstöðvar geti haldið áfram að vaxa og dafna er að taka þátt í erlendu samstarfi.

Í byrjun mars átti fagstjóri Sorgarmiðstöðvar, Jóhanna María Eyjólfsdóttir, afar upplýsandi og árangursríkan fund í Heilbrigðisráðuneyti Tékklands í Prag. Hann var haldinn í tilefni af komu fagstjórans á kvikmyndahátíð þar sem heimildarmyndin ÚT ÚR MYRKRINU, sem fjallar um eftirlifendur í kjölfar ástvinamissis úr sjálfsvígi, var sýnd í tilefni af geðræktarviku.

Að sögn fagstjóra voru allir helstu aðilar sem starfa í sorgarstuðningi og málefnum þeim tengdum boðaðir til fundarins í ráðuneytinu og málefni syrgjenda aðalumræðuefni hans.

Fundarmenn lýstu miklum áhuga á starfsemi Sorgarmiðstöðvar en stuðningur við syrgjendur er mun skemmra á veg komin í Tékklandi og að mestu leyti í höndum sjálfstætt starfandi fagaðila eða fámennra félagasamtaka. Niðurstaða fundarins var meðal annars sú að fundarmenn lýstu áhuga sínum yfir að kynna sér starfsemi Sorgarmiðstöðvar enn betur í þeim tilgangi meðal annars að taka upp svipað verklag og Sorgarmiðstöð hefur notað í stuðningshópastarfi sínu. Ennfremur var mikill hugur í fólki að setja á laggirnar í Tékklandi miðstöð í líkingu við Sorgarmiðstöð og að öllum líkindum markar fundurinn upphafið að frekara samstarfi.

Hugljúf stund í leiðiskransagerð
Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu ...
Styrkur í jólaþorpinu
Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu ...
Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira