Sorgarmiðstöð tók þátt í verkefninu Gulur september þar sem stofnanir og félagasamtök unnu saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum.
Allur Septembermánuður var lagður undir og voru á dagskrá ýmis fræðsluerindi, viðburðir, og uppákomur, ásamt því að veita viðurkenningu til þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum til sjálfsvígsforvarna.
Samfélagið var virkjað til þátttöku í Gulum September og var tilgangurinn að auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna.
Að þessu tilefni bauð Sorgarmiðstöð uppá fræðsluerindi sem fjallaði um sorg eftir missi í sjálfsvígi. Erindið var einstaklega vel heppnað og fullt út úr dyrum. Einnig bauð Sorgarmiðstöð samstarfsfólki í Lífsgæðasetrinu St. Jó í gult kaffi sem gladdi mjög viðstadda.
Þetta var einstaklega vel heppnaður mánuður og gefandi að taka þátt í vinnunni í kringum Gulan september.