Gulur september

Sorgarmiðstöð tók þátt í verkefninu Gulur september þar sem stofnanir og félagasamtök unnu saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum.

Allur Septembermánuður var lagður undir og voru á dagskrá ýmis fræðsluerindi, viðburðir, og uppákomur, ásamt því að veita viðurkenningu til þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum til sjálfsvígsforvarna.
Samfélagið var virkjað til þátttöku í Gulum September og var tilgangurinn að auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna.  
Að þessu tilefni bauð Sorgarmiðstöð uppá fræðsluerindi sem fjallaði um sorg eftir missi í sjálfsvígi. Erindið var einstaklega vel heppnað og fullt út úr dyrum. Einnig bauð Sorgarmiðstöð samstarfsfólki í Lífsgæðasetrinu St. Jó í gult kaffi sem gladdi mjög viðstadda.

Þetta var einstaklega vel heppnaður mánuður og gefandi að taka þátt í vinnunni í kringum Gulan september.

Samtal eftir sýninguna Sýslumaður dauðans
Sorgarmiðstöð fór í samstarf við Borgarleikhúsið og hélt sérstaka umræðusýningu þann 17. nóvember síðastliðinn á leikverkinu Sýslumaður dauðans. Verkið er eftir Birni Jón Sigurðsson og ...
Anna Guðný nýr verkefnastjóri Hjálp48
Anna Guðný Hermannsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri yfir verkefninu Hjálp48 en hún hóf störf í júní 2024. Verkefnið Hjálp48 felur í sér þróun, prófun og ...
Sorgarmiðstöð á Akureyri
Jóhanna María Eyjólfsdóttir, fagstjóri Sorgarmiðstöðvar, og Anna Guðný Hermannsdóttir, verkefnastjóri Hjálp 48, fóru á dögunum í ferð til Akureyrar til að vinna að og undirbúa ...
Könnun um sorgarstuðning á Norðurslóðum
Sorgarmiðstöðin er aðili að norrænu samstarfi sem hefur meðal annars að markmiði að rannsaka hvað reynist vel varðandi stuðning eftir ástvinamissi. Óskað er eftir þátttöku ...
Sjöundi þáttur hlaðvarps Sorgarmiðstöðvar er kominn í loftið
Sjöundi þáttur hlaðvarpsins Sorg og missir er kominn í loftið og hægt er að nálgast hann hér á heimasíðu okkar og á streymisveitunni Spotify. Þátturinn ...
Gulur september
Sorgarmiðstöð tók þátt í verkefninu Gulur september þar sem stofnanir og félagasamtök unnu saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Allur Septembermánuður var lagður undir og voru ...

Lokað yfir hátíðirnar

Sorgarmiðstöð verður lokuð frá 25. desember til 2. janúar. Ef erindið er brýnt má hringja í neyðarsíma okkar 862 4141

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira