Í vikunni bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin við að útbúa fallegan krans og gaf hún vinnu sína til Sorgarmiðstöðvar og þökkum við henni vel fyrir.
Aðsóknin á námskeiðið var mjög góð og fannst öllum stundin vera kærkomin tilbreyting frá amstri hversdagsins. Jafnframt var gott að hugsa til ástvinar með þessum hætti og eiga spjall við aðra sem deila reynslu af sorg og missi.
Mikil ánægja var með stundina og er hún orðin árlegur viðburður hjá Sorgarmiðstöð.
Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og einstaklega ánægjulega samveru.