Leiðiskransagerð – námskeið

Í vikunni bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin við að útbúa fallegan krans og gaf hún vinnu sína til Sorgarmiðstöðvar og þökkum við henni vel fyrir.
Aðsóknin á námskeiðið var mjög góð og fannst öllum stundin vera kærkomin tilbreyting frá amstri hversdagsins. Jafnframt var gott að hugsa til ástvinar með þessum hætti og eiga spjall við aðra sem deila reynslu af sorg og missi.

Mikil ánægja var með stundina og er hún orðin árlegur viðburður hjá Sorgarmiðstöð.

Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og einstaklega ánægjulega samveru.

Sorgartrén tendruð á aðventunni
Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir síðastliðna ...
Samvera hópstjóra og jafningja í nóvember
Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman. Í byrjun kvöldsins fór ...
Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...
Hjálp48 verkefnið farið af stað á Akureyri
Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri  fór fram dagana 3. og 4. september  í Glerárkirkju. Þeir sem að stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún ...
5,7 milljónir söfnuðust
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn. Á þessu ári var metskráning og einnig var söfnunarmetið slegið á hlaupastyrkur.is. Að sama skapi er öhætt ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira