Samtal eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“

Tjarnabíó og Sorgarmiðstöð buðu upp á umræður eftir sýninguna „Félagsskapur með sjálfum mér“ þann 14. apríl sl. Í umræðum tóku þátt Tómas Helgi Baldursson leikstjóri og Gunnar Smári Jóhannesson leikari og höfundur. Frá Sorgarmiðstöð voru Birna Dröfn Jónasdóttir og Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir en þær deila þeirri erfiðu reynslu að hafa misst foreldri.
Áhorfendur tóku einnig þátt í umræðum með spurningum úr sal. Umræðurnar voru einstaklega góðar og fengu gestir betri sýn á verkið sem er gamansamur einleikur byggður á reynslu höfundar af foreldramissi. Verkið er létt og fyndið á köflum en með sársaukafullan undirtón. Ein af þeim spurningum sem kom fram í umræðum var: Hvort og þá hvernig húmor hjálpi þeim sem eru í sorg?
Höfundur og aðilar frá Sorgarmiðstöð voru sammála um að húmorinn sé hjálplegur í sorginni en mikilvægt sé að skýla sér ekki á bak við hann.
Áhorfendur ræddu og voru sammála um að hægt var að tengja við þær erfiðu tilfinningar sem komu fram hjá leikara og þær grátbroslegu aðstæður sem leynast í harminum.
Þetta var skemmtilegt og sorglegt verk á sama tíma sem gaf okkur góða innsýn í sorgina.

Sorgarmiðstöð þakkar kærlega fyrir að fá að taka þátt í þessum umræðum og sérstakar þakkir fær Gunnar Smári höfundur og leikari fyrir að skila hlutverki sínu og boðskapnum frá sér á svona einstakan hátt.

5,7 milljónir söfnuðust
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn. Á þessu ári var metskráning og einnig var söfnunarmetið slegið á hlaupastyrkur.is. Að sama skapi er öhætt ...
Sumarið á skrifstofunni
Símatími helst óbreyttur hjá okkur yfir sumartímann og hægt er að ná í okkur á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 9 og 12. Skrifstofan mun ...
Fundur með heilbrigðisráðherra
Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar áttu góðan fund með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra 26. júní síðastliðinn þar sem farið var yfir hagsmunamál syrgjenda. Það er gott að Sorgarmiðstöð fái ...
Aukin réttur til sorgarleyfis samþykktur
Alþingi samþykkti á dögunum frumvarp um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis sem styrkir enn frekar stöðu ...
Landlæknir
Landlæknir í heimsókn
Föstudaginn 6. júní kíkti María Heimisdóttir núverandi landlæknir í heimsókn í Sorgarmiðstöð. Þetta var góður fundur og mikill heiður að fá hana en þetta var ...
Fjölsótt námskeið fyrir jafningja
Fjöldi manns á vegum Sorgarmiðstöðvar sóttu jafningjanámskeið hjá Krabbameinsfélaginu nú á dögunum. Námskeiðinu er ætlað að efla jafningjaþjónustu Sorgarmiðstöðvar. Jafningjaþjónustan snýr að því að bjóða ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira