Sorgarmiðstöð fór í samstarf við Borgarleikhúsið og hélt sérstaka umræðusýningu þann 17. nóvember síðastliðinn á leikverkinu Sýslumaður dauðans. Verkið er eftir Birni Jón Sigurðsson og er uppsetningunni leikstýr af Stefáni Jónssyni. Jóhanna María fagstjóri og Díana Sjöfn markaðsfulltrúi fóru fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar og sköpuðust mjög góðar umræður við leikstjóra, handritshöfund og leikara um sorg og missi, hvernig samfélagið bregst við sorg og hvaða flóknu tilfinningar geta fylgt sárum missi. Umræðurnar tókust vel og gáfu enn betri sýn á verkið . Verkið snertir á mörgum þáttum tengdum sorgarúrvinnslu og það er virkilega mikilvægt að halda samtalinu um dauðann og sorgina opnu í svona samtali. Sorgarmiðstöð þakkar Borgarleikhúsinu kærlega fyrir samvinnuna í þessum umræðum.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753