Samtal eftir sýninguna Sýslumaður dauðans

Sorgarmiðstöð fór í samstarf við Borgarleikhúsið og hélt sérstaka umræðusýningu þann 17. nóvember síðastliðinn á leikverkinu Sýslumaður dauðans. Verkið er eftir Birni Jón Sigurðsson og er uppsetningunni leikstýr af Stefáni Jónssyni. Jóhanna María fagstjóri og Díana Sjöfn markaðsfulltrúi fóru fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar og sköpuðust mjög góðar umræður við leikstjóra, handritshöfund og leikara um sorg og missi, hvernig samfélagið bregst við sorg og hvaða flóknu tilfinningar geta fylgt sárum missi. Umræðurnar tókust vel og gáfu enn betri sýn á verkið . Verkið snertir á mörgum þáttum tengdum sorgarúrvinnslu og það er virkilega mikilvægt að halda samtalinu um dauðann og sorgina opnu í svona samtali. Sorgarmiðstöð þakkar Borgarleikhúsinu kærlega fyrir samvinnuna í þessum umræðum.

Hjálp48 verkefnið farið af stað á Akureyri
Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri  fór fram dagana 3. og 4. september  í Glerárkirkju. Þeir sem að stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún ...
5,7 milljónir söfnuðust
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn. Á þessu ári var metskráning og einnig var söfnunarmetið slegið á hlaupastyrkur.is. Að sama skapi er öhætt ...
Sumarið á skrifstofunni
Símatími helst óbreyttur hjá okkur yfir sumartímann og hægt er að ná í okkur á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 9 og 12. Skrifstofan mun ...
Fundur með heilbrigðisráðherra
Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar áttu góðan fund með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra 26. júní síðastliðinn þar sem farið var yfir hagsmunamál syrgjenda. Það er gott að Sorgarmiðstöð fái ...
Aukin réttur til sorgarleyfis samþykktur
Alþingi samþykkti á dögunum frumvarp um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis sem styrkir enn frekar stöðu ...
Landlæknir
Landlæknir í heimsókn
Föstudaginn 6. júní kíkti María Heimisdóttir núverandi landlæknir í heimsókn í Sorgarmiðstöð. Þetta var góður fundur og mikill heiður að fá hana en þetta var ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira