Sorgarmiðstöð tók þátt í kirkjudögum sem fóru fram dagana 25. ágúst til 1. september. Þar komu saman einstaklingar af öllu landinu og var sálgæsla í brennidepli dagskrárinnar.
Dagskráin var haldin í Lindakirkju og hófst með helgistund sr. Elínborgar Sturludóttur dómkirkjuprests.
Í framhaldi helgistundar var boðið upp á málstofur þar sem fjölbreytt efni var á dagskrá.
Sorgarmiðstöð var með málstofu sem bar yfirskriftina Stuðningur – samkennd – virðing – von.
Þar fjallaði Jóhanna María Eyjólfsdóttir fagstjóri um starf Sorgarmiðstöðvar.
Sagt var frá stuðningshópastarfinu, jafningjastuðningnum, sálgæsluviðtölunum, námskeiðunum og fræðslunni fyrir vinnustaði, skóla og stofnanir.
Samsöngur með þátttöku kóra af öllu landinu var einnig á dagskrá, hoppukastalar, völundarhús, fyrir börnin og fyrirlestrar og kynningar.
Kirkjudögum lauk með vígslu nýs biskups í Hallgrímskirkju.
Sorgarmiðstöð þakkar fyrir að fá að taka þátt í þessari skemmtilegu og vel heppnuðu dagskrá Kirkjudaga.