Jóhanna María fagstjóri Sorgarmiðstöðvar fór á evrópska sorgarráðstefnu í Dublin 11. – 13. nóvember.
Um fjögur hundruð manns mættu á ráðstefnuna og þar á meðal voru fjórir íslenskir fulltrúar. Þeir sem stóðu á bakvið ráðstefnuna í ár voru Irish Hospice Foundation, Bereavement Network Europe (BNE), RCSI Háskólinn í Dublin og Sorgarmiðstöð Danmerkur, Det Nationale sorgcenter.
Þetta var í annað skiptið sem þessi tiltekna sorgarráðstefna var haldin en í fyrra skiptið var hún haldin í Kaupmannahöfn. Næsta verður síðan haldin í Lissabon haustið 2026.
Hægt er að lesa meira um EGC ráðstefnuna hér.
