Sorgartré Sorgarmiðstöðvar eru núna orðin tvö en Sorgarmiðstöð eignaðist í upphafi aðventunnar sorgartré í Lystigarðinum á Akureyri. Það er staðsett syðst í Lystigarðinum, austan við kaffihúsið.
Hugmyndin með Sorgartrénu er að öll þau sem hafa misst ástvin geti sest undir tréð, gefið sér tíma og minnst ástvina sinna sem fallin eru frá. Jólin og aðventan geta verið syrgjendum mjög erfiður og ljúfsár tími. Sorgartrénu er líka ætlað að vekja athygli samfélagsins á stöðu syrgjenda sem eiga um sárt að binda á þessum tíma árs.
Tendrað er á sorgartrjánum í upphafi aðventu hvers árs og lýsa þau hlýrri, rauðri birtu.
Hér má sjá nokkrar myndir sem Eiríkur Hafdal tók við tendrun Sorgatrésins í Hellisgerði 1. desember 2024.