Hugljúf stund í leiðiskransagerð

Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu handbrögðin við að útbúa fallega kransa. Eitt af bjargráðunum í sorg er að hvíla sig frá sorginni, dreifa huganum og gera eitthvað sem gleður og er uppbyggjandi. Annað bjargráð er svo […]

Styrkur í jólaþorpinu

Helgina 5.-7. desember var Sorgarmiðstöð með bás í jólaþorpinu í miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta er annað árið sem við prófum að vera með viðveru í jólaþorpinu og gekk það með eindæmum vel eins og fyrri árið. Í ár seldum við heitt súkkulaði en ágóðinn sem kom af sölunni mun fara í að styrkja starf Sorgarmiðstöðvar. Barbara […]

Sorgartrén tendruð á aðventunni

Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur nú í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir síðastliðna helgi, eða laugardaginn 6. desember á Akureyri og sunnudaginn 7. desember í Hellisgerði. Á Akureyri var gengið frá Kaffi Lyst saman að trénu og sungu nokkrir meðlimir úr Gospelkór […]