H48 verkefnið farið af stað á Akureyri

Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri  fór fram dagana 3. og 4. september  í Glerárkirkju. Þeir sem að stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir, verkefnastjóri Lífsbrúar – miðstöð sjálfsvígsforvarna, Álfheiður Svana Kristjánsdóttir, Neyðarvarnarfulltrúi Rauða Krossinum, Anna Guðný Hermannsdóttir verkefnastjóri Hjálp48 og  Andrea Walraven-Thissen sérfræðingur í stuðningi í kjölfar sjálfsvígs.  Hjálp48 teymið er skipað sex manns auk þriggja varamanna, sem öll hafa víðtæka reynslu, bakgrunn og þekkingu  til þess að veita þjónustuna og styðja við syrgjendur.

Það var mikill fengur að fá Andreu Walraven-Thissen inn sem kennara.  Hún hefur bakgrunn í geðhjúkrun og hefur starfað sem viðbragðsaðili í yfir 25 ár. Hún er sérfræðingur í  stuðningi í kjölfar sjálfsvíga (postvention) og í sálfélagslegu mati/forgangsröðun (triage). Hún sérhæfir sig í gagnreyndum rannsóknum á fyrstu viðbrögðum og sálrænum áhrifum þeirra. Hún hefur víðtæka reynslu og þekkingu og leiðbeinir stjórnvöldum, alþjóðasamtökum og viðbragðsteymum um allan heim. Hún er höfundur bókarinnar Responding After Suicide: A Practical Guide to Immediate Postvention.

Hjálp48 þjónusta Sorgarmiðstöðvar hefur það að markmiði að grípa aðstandendur eftir skyndilegan ástvinamissi utan sjúkrahússtofnana og veita þeim viðeigandi stuðning og eftirfylgni.  Þjónustan verður til að byrja með fyrir þau sem missa í sjálfsvígi en mun svo færast yfir á annan skyndilegan og ótímabæran missi

Þjónustusvæði í fyrsta fasa er Akureyri og nágrenni og er þjónustan nú þegar í boði fyrir íbúa á þessu svæði.

Nánar er hægt að lesa um verkefnið með því að smella á hlekkinn hér.

Teymi Hjálp48 ásamt leiðbeinendum námskeiðsins.
H48 verkefnið farið af stað á Akureyri
Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri  fór fram dagana 3. og 4. september  í Glerárkirkju. Þeir sem að stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún ...
5,7 milljónir söfnuðust
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn. Á þessu ári var metskráning og einnig var söfnunarmetið slegið á hlaupastyrkur.is. Að sama skapi er öhætt ...
Sumarið á skrifstofunni
Símatími helst óbreyttur hjá okkur yfir sumartímann og hægt er að ná í okkur á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 9 og 12. Skrifstofan mun ...
Fundur með heilbrigðisráðherra
Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar áttu góðan fund með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra 26. júní síðastliðinn þar sem farið var yfir hagsmunamál syrgjenda. Það er gott að Sorgarmiðstöð fái ...
Aukin réttur til sorgarleyfis samþykktur
Alþingi samþykkti á dögunum frumvarp um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis sem styrkir enn frekar stöðu ...
Landlæknir
Landlæknir í heimsókn
Föstudaginn 6. júní kíkti María Heimisdóttir núverandi landlæknir í heimsókn í Sorgarmiðstöð. Þetta var góður fundur og mikill heiður að fá hana en þetta var ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira