Heiðursbollinn 2024

Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn

Á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 29. apríl var Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn. Heiðursbollinn er ætlaður sem viðurkenning til þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum í þágu syrgjenda á Íslandi.

Að þessu sinni hlutu Ína Lóa Sigurðardóttir, fyrrum framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar og Hulda Guðmundsdóttir, fyrsti formaður Sorgarmiðstöðvar heiðursbolla en báðar komu þær að stofnun Sorgarmiðstöðvar árið 2019.

Ína Lóa hefur unnið að velferð syrgjenda í mörg ár. Hún stofnaði samtökin Ljónshjarta og var þar formaður fyrstu sex árin. Ína kom að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var í fyrstu stjórn hennar. Hún er einnig annar hugmyndasmiða sjónvarpsþáttana MISSIR sem sýndir voru á Sjónvarpi Símans. Ína starfaði lengi sem framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar þar til hún ákvað að fara í ný verkefni um áramótin. Þar að auki sinnti Ína Lóa stuðningshópastarfi fyrir makamissi og stuðningshópastarfi fyrir þau sem missa barn á meðgöngu.

Hulda Guðmundsdóttir var um árabil formaður Nýrrar dögunar og var meðal hvatamanna að stofnun Sorgarmiðstöðvar og var fyrsti formaðurinn. Hulda var einnig lengi vel gjaldkeri Sorgarmiðstöðvar.
Þar að auki var Hulda hópstjóri í stuðningshópastarfi fyrir einstaklinga sem hafa misst maka.

Sorgarmiðstöð á margt að þakka þessum tveimur frumkvöðlum sem hafa í gegnum árin byggt upp faglegt og gott starf sem mun nýtast syrgjendum um ókomin ár.

Heiðursbollinn er unnin af Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur keramikhönnuði.

Kærar þakkir einnig til Burkna fyrir fallega blómvendi handa heiðurshöfum.

Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Á aðalfundi 29. apríl síðastliðinn var kosið til nýrrar stjórnar Sorgarmiðstöðvar sem mun sitja frá 2025 -2026. Berglind Arnardóttir mun halda sæti sínu sem formaður ...
Fundur með velferðarnefnd vegna sorgarleyfis
Í vor óskaði velferðarnefnd eftir umsögn frá Sorgarmiðstöð og öðrum hagsmunaaðilum varðandi breytingar á sorgarleyfi sem tók gildi 1. janúar 2023. Í framhaldinu mættu fulltrúar ...
Heiðursbollinn 2024
Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn
Á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 29. apríl var Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn. Heiðursbollinn er ætlaður sem viðurkenning til þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum ...
Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar 2025
Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl. Fundurinn verður frá kl. 18:00 – 20:00 og er haldinn í Lífsgæðasetrinu Hafnarfirði. Áhugasamir geta sent fyrirspurn varðandi framboð til ...
Minningarmót Sigurðar Jóhanns í Mjölni
Sunnudaginn 2. febrúar hélt Mjölnir minningarmót til heiðurs Sigurði Jóhanni Rui Helgasyni. Sigurður Jóhann var iðkandi og þjálfari í Mjölni til fjölda ára en hann ...
Sorgarmiðstöð framkvæmdastjórn
Kristín Lilja nýr framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar
Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar. Kristín Lilja er með BSc gráðu í sölu- og markaðsfræðum frá dönskum háskóla, þar að ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira