Sorgarmiðstöð framkvæmdastjórn

Kristín Lilja nýr framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar

Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar.

Kristín Lilja er með BSc gráðu í sölu- og markaðsfræðum frá dönskum háskóla, þar að auki lauk Kristín MBA námi frá skoskum háskóla vorið 2022 þar sem hún bætti við sig meistaragráðu í stjórnun. 

Kristín Lilja hefur víðtæka reynslu í verkefnastjórnun og rekstri en þar að auki starfaði Kristín nýverið hjá Krafti stuðningsfélagi þar sem hún bar ábyrgð á fjármálum og fjáröflunum félagsins. Því fögnum við því að fá reynslu hennar inn í Sorgarmiðstöð.

Kristín Lilja  tekur við starfinu af Ínu Lóu sem hefur sinnt stöðunni frá upphafi Sorgarmiðstöðvar, en vert er að nefna að Ína er einn af stofnendum Sorgarmiðstöðvar og hefur sinnt starfinu af mikilli alúð og natni frá upphafi. Ína fer nú áfram til annara verkefna að eigin ósk og færum við henni okkar innilegar heillaóskir með þakklæti fyrir sitt öfluga og ómetanlega starf.  

Breyttur opnunartími á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar
Opnunartími og símatími skrifstofu hefur nú verið lengdur og nú er hægt að nálgast okkur alla virka daga milli kl. 09 og 16 á skrifstofu Sorgarmiðstöðvar ...
 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...
Hjálp48 verkefnið farið af stað á Akureyri
Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri  fór fram dagana 3. og 4. september  í Glerárkirkju. Þeir sem að stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún ...
5,7 milljónir söfnuðust
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn. Á þessu ári var metskráning og einnig var söfnunarmetið slegið á hlaupastyrkur.is. Að sama skapi er öhætt ...
Sumarið á skrifstofunni
Símatími helst óbreyttur hjá okkur yfir sumartímann og hægt er að ná í okkur á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 9 og 12. Skrifstofan mun ...
Fundur með heilbrigðisráðherra
Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar áttu góðan fund með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra 26. júní síðastliðinn þar sem farið var yfir hagsmunamál syrgjenda. Það er gott að Sorgarmiðstöð fái ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira