Sorgarmiðstöð framkvæmdastjórn

Kristín Lilja nýr framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar

Kristín Lilja Sigurðardóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra Sorgarmiðstöðvar.

Kristín Lilja er með BSc gráðu í sölu- og markaðsfræðum frá dönskum háskóla, þar að auki lauk Kristín MBA námi frá skoskum háskóla vorið 2022 þar sem hún bætti við sig meistaragráðu í stjórnun. 

Kristín Lilja hefur víðtæka reynslu í verkefnastjórnun og rekstri en þar að auki starfaði Kristín nýverið hjá Krafti stuðningsfélagi þar sem hún bar ábyrgð á fjármálum og fjáröflunum félagsins. Því fögnum við því að fá reynslu hennar inn í Sorgarmiðstöð.

Kristín Lilja  tekur við starfinu af Ínu Lóu sem hefur sinnt stöðunni frá upphafi Sorgarmiðstöðvar, en vert er að nefna að Ína er einn af stofnendum Sorgarmiðstöðvar og hefur sinnt starfinu af mikilli alúð og natni frá upphafi. Ína fer nú áfram til annara verkefna að eigin ósk og færum við henni okkar innilegar heillaóskir með þakklæti fyrir sitt öfluga og ómetanlega starf.  

Myndin af pabba er komin upp á hillu
Þegar barnsfaðir Ingu Helgu Sveinsdóttur lést eftir harða baráttu við krabbamein ákvað hún strax að sækja alla þá aðstoð sem hún mögulega gæti fyrir börnin ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Á aðalfundi 29. apríl síðastliðinn var kosið til nýrrar stjórnar Sorgarmiðstöðvar sem mun sitja frá 2025 -2026. Berglind Arnardóttir mun halda sæti sínu sem formaður ...
Fundur með velferðarnefnd vegna sorgarleyfis
Í vor óskaði velferðarnefnd eftir umsögn frá Sorgarmiðstöð og öðrum hagsmunaaðilum varðandi breytingar á sorgarleyfi sem tók gildi 1. janúar 2023. Í framhaldinu mættu fulltrúar ...
Heiðursbollinn 2024
Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn
Á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 29. apríl var Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn. Heiðursbollinn er ætlaður sem viðurkenning til þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum ...
Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar 2025
Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl. Fundurinn verður frá kl. 18:00 – 20:00 og er haldinn í Lífsgæðasetrinu Hafnarfirði. Áhugasamir geta sent fyrirspurn varðandi framboð til ...
Minningarmót Sigurðar Jóhanns í Mjölni
Sunnudaginn 2. febrúar hélt Mjölnir minningarmót til heiðurs Sigurði Jóhanni Rui Helgasyni. Sigurður Jóhann var iðkandi og þjálfari í Mjölni til fjölda ára en hann ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira