Sunnudaginn 2. febrúar hélt Mjölnir minningarmót til heiðurs Sigurði Jóhanni Rui Helgasyni. Sigurður Jóhann var iðkandi og þjálfari í Mjölni til fjölda ára en hann lést aðeins 18 ára gamall, þann 7. mars 2021. Mótið var barna – og ungmennamót fyrir 5 – 17 ára keppendur.
Allur ágóði af mótinu rann til Sorgarmiðstöðvar og þökkum við Mjölni vel fyrir þennan ómetanlega stuðning.

