Fjölsótt námskeið fyrir jafningja

Fjöldi manns á vegum Sorgarmiðstöðvar sóttu jafningjanámskeið hjá Krabbameinsfélaginu nú á dögunum. Námskeiðinu er ætlað að efla jafningjaþjónustu Sorgarmiðstöðvar. Jafningjaþjónustan snýr að því að bjóða einstaklingum sem hafa misst ástvin upp á stuðning í formi samtals við jafningja. Þau sem veita jafningjastuðning hjá Sorgarmiðstöð eru einstaklingar sem misst hafa náinn ástvin, náð að vinna vel úr sínum missi og hafa fengið viðeigandi þjálfun. Þjálfun jafningja Sorgarmiðstöðvar felur í sér að sitja tvö námskeið. Annars vegar námskeið um sorg og sorgarviðbrögð og hinsvegar námskeið sérstaklega ætlað þeim sem styðja syrgjendur. Síðarnefnda námskeiðið byggir á hugmyndafræði Krafts og Krabbameinsfélagsins um Stuðningsnetið sem er fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Þau sem eru í jafningjahópi Sorgarmiðstöðvar vinna eftir siðareglum félagsins og skrifa undir trúnaðaryfirlýsingu en öll samtöl við syrgjendur eru trúnaðarmál.

Krabbameinsfélagið gaf Sorgarmiðstöð námskeiðið og færum við þeim bestu þakkir fyrir.

Við erum einnig gríðarlega þakklát öllum þeim jafningjum sem hafa skráð sig og sem að gefa af sér í þetta verkefni.

Hægt er að sækja um jafningjastuðning hér

 500 vinir í raun
Sorgarmiðstöð hefur nú náð þeim frábæra áfanga að eignast 500 vini í raun. Vinir í raun eru mánaðarlegir styrktaraðilar Sorgarmiðstöðvar en með þeirra ómetanlega framlagi ...
Hjálp48 verkefnið farið af stað á Akureyri
Þjálfun fyrir Hjálp48 teymi Sorgarmiðstöðvar á Akureyri  fór fram dagana 3. og 4. september  í Glerárkirkju. Þeir sem að stóðu að baki þjálfuninni voru Guðrún ...
5,7 milljónir söfnuðust
Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka var haldið laugardaginn 23. ágúst síðastliðinn. Á þessu ári var metskráning og einnig var söfnunarmetið slegið á hlaupastyrkur.is. Að sama skapi er öhætt ...
Sumarið á skrifstofunni
Símatími helst óbreyttur hjá okkur yfir sumartímann og hægt er að ná í okkur á þriðjudögum og fimmtudögum milli kl. 9 og 12. Skrifstofan mun ...
Fundur með heilbrigðisráðherra
Fulltrúar Sorgarmiðstöðvar áttu góðan fund með Ölmu Möller heilbrigðisráðherra 26. júní síðastliðinn þar sem farið var yfir hagsmunamál syrgjenda. Það er gott að Sorgarmiðstöð fái ...
Aukin réttur til sorgarleyfis samþykktur
Alþingi samþykkti á dögunum frumvarp um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis sem styrkir enn frekar stöðu ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira