Mínigarðurinn tók rausnarlega á móti Sorgarmiðstöð fyrstu vikuna í nóvember þar sem hópstjórar og jafningjar hittust og áttu góða kvöldstund saman.
Í byrjun kvöldsins fór Dagbjört Eiríksdóttir, nýr fagstjóri Sorgarmiðstöðvar, yfir mikilvægi þess að hópstjórar og jafningjar hlúi vel að sér samhliða faglegri vinnu sinni. Einnig var farið inn á ýmis önnur mál er snúa að þessum mikilvæga þjónustulið. En vert er að nefna að þeir einstaklingar sem vinna sem hópstjórar og jafningjar hjá okkur eru undirstaða þess að Sorgarmiðstöð geti boðið upp á þá góðu þjónustu sem snýr að jafningjastuðning.


