Sorgartrén urðu tvö í fyrra, eitt stendur í Hellisgerði í Hafnarfirði og annað í Lystigarðinum á Akureyri. Þau voru bæði tendruð við fallegar athafnir síðastliðna helgi, eða laugardaginn 6. desember á Akureyri og sunnudaginn 7. desember í Hellisgerði.
Á Akureyri var gengið frá Kaffi Lyst saman að trénu og sungu nokkrir meðlimir úr Gospelkór Glerárkirkju við tendrunina.
Í Hafnarfirði var gengið frá Lífsgæðasetrinu í átt að Hellisgerði. Þar tók barnakór Hafnarfjarðarkirkju á móti fólki með söng og Sr. Matthildur Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá Erninum, var með hugljúfa hugvekju um jólin og sorgina. Síðan var gengið saman að sorgartrénu en nú er komið skilti í Hellisgerði til að merkja tréð og þar má einnig finna leiðir til að nálgast góð ráð fyrir syrgjendur og aðstandendur syrgjenda.





Frá tendruninni í Hellisgerði


Frá tendruninni á Akureyri