Mánudaginn 15. desember buðum við upp á leiðiskransanámskeið fyrir syrgjendur í Lífsgæðasetrinu.
Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir kom til okkar líkt og fyrri ár og kenndi helstu handbrögðin við að útbúa fallega kransa.
Eitt af bjargráðunum í sorg er að hvíla sig frá sorginni, dreifa huganum og gera eitthvað sem gleður og er uppbyggjandi. Annað bjargráð er svo auðvitað að hitta aðra syrgjendur og eiga jafningjasamtal. Það er okkur mjög mikilvægt að reyna eftir fremsta megni að skapa vettvang og rými fyrir syrgjendur til að hittast. Þetta var notaleg stund og góð samvera og þökkum við öllum fyrir sem mættu.



