Þann 1. október var Sorgarmiðstöð með erindi og kynningu fyrir þá sem höfðu nýlega misst ástvin. Sr. Sigríður Kristín fjallaði um sorgina og fyrstu árin eftir ástvinamissi. Að erindi loknu var gestum boðið að ganga um, skoða Lífsgæðasetrið og gæða sér á gómsætri súpu inn í Hjarta. Þessi góða stund endaði á kynningu á starfsemi Sorgarmiðstöðvar sem Ína Ólöf stjórnarmaður hélt. Fullt var út úr dyrum og þökkum við öllum kærlega fyrir ánægjulega samveru.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753