Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, veitti styrki af safnliðum fjárlaga til 33 félagasamtaka. Styrkirnir eru veittir til félagasamtaka sem vinna að verkefnum á sviði félags- og velferðarmála. Í ár var lögð sérstök áhersla á verkefni sem lúta að málefnum barna og fjölskyldna.
Ína Ólöf og Guðrún Jóna tóku við styrkjum fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar er lúta að stuðningi við börn í sorg og fræðslu til skólasamfélagsins um sorg barna. Alls 2,5 mkr.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753