Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka er ein stærsta fjáröflun félaganna sem standa að Sorgarmiðstöð.
Félögin okkar; Birta, Gleymérei, Ljónshjarta og Ný dögun treysta á það fjármagn sem hlýst árlega af Reykjavíkurmaraþoninu.. Dæmi um þau verkefni sem félögin hafa náð að koma að með fjármagni úr marþoninu eru:
Birta: Styrktar og hvíldarsjóður fyrir foreldra sem misst hafa barn fyrirvaralaust.
Gleymérei: Minningarkassar til foreldra sem missa á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu
Ljónshjarta: Veitt börnum sem misst hafa foreldri sálfræðiþjónustu gjaldfrjálst
Ný dögun: Staðið fyrir gjaldfrjálsu hópastarfi og fræðsluerindum fyrir þá sem hafa
misst ástvin; barn, maka, foreldri, í sjálfsvígi eða vegna fíknar.
Við hvetjum ykkur til að hlaupa fyrir félögin okkar og/eða heita á hlauparana og hjálpa okkur þannig að hlúa betur að þeim sem misst hafa ástvin.
Styður við foreldra/forráðamenn sem misst hafa börn og/eða ungmenni fyrirvaralaust. Þú getur styrkt Birtu í Reykjavíkurmaraþoninu hér
Styrktarfélag til stuðnings við foreldra sem missa barn á meðgöngu og í/eftir fæðingu. Þú getur styrkt Gleymmérei í Reykjavíkurmaraþoninu hér
Samtök til stuðnings yngra fólki sem misst hefur maka og börnum sem misst hafa foreldri. Þú getur styrkt Ljónshjarta í Reykjavíkurmaraþoninu hér
Stuðlar að bættri þjónustu við syrgjendur á Íslandi í formi hópastarfs, fræðsluerinda o.fl. Þú getur styrkt starfsemi Nýrrar Dögunar hér