Fræðsluerindi fyrir börn og ungmenni

Laugardaginn 3. október fékk Sorgarmiðstöð góða gesti í heimsókn. Þau Sigríður Kristín, Arnar Sveinn og Aron Mola komu og hittu börn og ungmenni sem misst hafa ástvin. Sigríður Kristín fræddi hópinn um sorg og sorgarviðbrögð. Arnar Sveinn deildi reynslu sinni af móðurmissi og Aron Mola kom og las upp úr bókinni um Tilfinninga Blæ fyrir yngsta hópinn sem fékk bókina að gjöf. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og þá sérstaklega þeim börnum og ungmennum sem komu og áttu þessa dýrmætu stund með okkur ❤

Aukin réttur til sorgarleyfis samþykktur
Alþingi samþykkti á dögunum frumvarp um breytingar á lögum um sorgarleyfi. Lögin fela í sér aukinn rétt foreldra til sorgarleyfis sem styrkir enn frekar stöðu ...
Landlæknir
Landlæknir í heimsókn
Föstudaginn 6. júní kíkti María Heimisdóttir núverandi landlæknir í heimsókn í Sorgarmiðstöð. Þetta var góður fundur og mikill heiður að fá hana en þetta var ...
Fjölsótt námskeið fyrir jafningja
Fjöldi manns á vegum Sorgarmiðstöðvar sóttu jafningjanámskeið hjá Krabbameinsfélaginu nú á dögunum. Námskeiðinu er ætlað að efla jafningjaþjónustu Sorgarmiðstöðvar. Jafningjaþjónustan snýr að því að bjóða ...
Myndin af pabba er komin upp á hillu
Þegar barnsfaðir Ingu Helgu Sveinsdóttur lést eftir harða baráttu við krabbamein ákvað hún strax að sækja alla þá aðstoð sem hún mögulega gæti fyrir börnin ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Á aðalfundi 29. apríl síðastliðinn var kosið til nýrrar stjórnar Sorgarmiðstöðvar sem mun sitja frá 2025 -2026. Berglind Arnardóttir mun halda sæti sínu sem formaður ...
Fundur með velferðarnefnd vegna sorgarleyfis
Í vor óskaði velferðarnefnd eftir umsögn frá Sorgarmiðstöð og öðrum hagsmunaaðilum varðandi breytingar á sorgarleyfi sem tók gildi 1. janúar 2023. Í framhaldinu mættu fulltrúar ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira