Regludeildir Oddfellow í Hafnarfirði létu gott af sér leiða og afhentu Sorgarmiðstöð, Pieta og Einstökum börnum 900 þúsund kr. styrk að gjöf.
Var sú ákvörðun tekin af stjórnendum regludeildanna að standa saman að fjárstyrkjum og styðja þá sem virkilega á þurfa að halda á þessum erfiðu tímum. Sorgarmiðstöð færir þeim innilegar þakkir fyrir veglega gjöf. Ína Lóa Sigurðardóttir framkvæmdarstjóri Sorgarmiðstöðvar tók við styrknum.
Mynd birt með leyfi eigenda