Sorgarmiðstöð hefur verið færður styrkur úr Kærleiksjóði Stefaníu Guðrúnar Pétursdóttur að upphæð 300.000 kr. Kærleikssjóðurinn var stofnaður í minningu Stefaníu Guðrúnar sem lést af slysförum á Spáni 27. ágúst 2003, aðeins 18 ára að aldri. Sjóðurinn var stofnaður af foreldrum hennar í þeim tilgangi að vinna að kærleika og styrkja þau sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls ungmenna af völdum slysa eða sjálfsvíga. Sorgarmiðstöð þakkar hjartanlega fyrir styrkinn. Hann mun renna til verkefna sem styðja þau sem misst hafa ungt fólk vegna slysa eða sjálfsvíga.
LÍFSGÆÐASETUR Í ST. JÓ
SUÐURGATA 41, 220 HAFNARFJÖRÐUR
sorgarmidstod@sorgarmidstod.is
Sími: 551 4141
Kennitala: 521118-0400
Reikningsnúmer: 0513-26-009753