Lokað frá 23. desember til 3. janúar. Allar pantanir sem berast á þeim tíma verða afgreiddar eftir 3. janúar. Gleðilega hátíð

Góði hirðirinn styrkir Sorgarmiðstöð

Á hverju ári veitir SORPA styrki sem tilkomnir eru af ágóða af sölu nytjahluta úr Góða hirðinum.

Styrkirnir eru veittir til líknar- og félagasamtaka þar sem forsendan er að styrkurinn nýtist fólki til sjálfshjálpar, svo sem menntunar, endurhæfingar og sjálfsbjargar.

Við úthlutun úr styrktarsjóðnum í ár hlaut Sorgarmiðstöð styrk að fjárhæð 1 milljón króna. Pálína Georgsdóttir stjórnarmaður tók við styrknum.

Sorgarmiðstöð þakkar SORPU/Góða hirðinum innilega fyrir veittan stuðning.

Sorgarmiðstöð
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar lokar yfir hátíðarnar
Skrifstofa Sorgarmiðstöðvar verður lokuð dagana 23. desember – 3. janúar. Ef erindið er brýnt er hægt að senda okkur tölvupóst á sorgarmidstod@sorgarmidstod.is Allar pantanir úr ...
Leiðiskransagerð – námskeið
Í vikunni bauð Sorgarmiðstöð upp á námskeið í gerð kransa fyrir leiði í samstarfi við Ingunni Björk Vilhjálmsdóttur kransagerðakonu. Ingunn kom og kenndi okkur helstu handbrögðin ...
Sorgartrén nú orðin tvö
Sorgartré Sorgarmiðstöðvar eru núna orðin tvö en Sorgarmiðstöð eignaðist í upphafi aðventunnar sorgartré í Lystigarðinum á Akureyri. Það er staðsett syðst í Lystigarðinum, austan við ...
Sorgartréð tendrað í þriðja sinn
Tendrað verður á Sorgartré Sorgarmiðstöðvar þriðja árið í röð í Hellisgerði sunnudaginn 1. desember. Í augum flestra eru jólin tími tilhlökkunar og gleði en þau ...
Sorgarmiðstöð með fulltrúa á evrópskri sorgarráðstefnu í Dublin
Jóhanna María fagstjóri Sorgarmiðstöðvar fór á evrópska sorgarráðstefnu í Dublin 11. – 13. nóvember. Um fjögur hundruð manns mættu á ráðstefnuna og þar á meðal ...
Samtal eftir sýninguna Sýslumaður dauðans
Sorgarmiðstöð fór í samstarf við Borgarleikhúsið og hélt sérstaka umræðusýningu þann 17. nóvember síðastliðinn á leikverkinu Sýslumaður dauðans. Verkið er eftir Birni Jón Sigurðsson og ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira