Á hverju ári veitir SORPA styrki sem tilkomnir eru af ágóða af sölu nytjahluta úr Góða hirðinum.
Styrkirnir eru veittir til líknar- og félagasamtaka þar sem forsendan er að styrkurinn nýtist fólki til sjálfshjálpar, svo sem menntunar, endurhæfingar og sjálfsbjargar.
Við úthlutun úr styrktarsjóðnum í ár hlaut Sorgarmiðstöð styrk að fjárhæð 1 milljón króna. Pálína Georgsdóttir stjórnarmaður tók við styrknum.
Sorgarmiðstöð þakkar SORPU/Góða hirðinum innilega fyrir veittan stuðning.