Heiðursbolinn 2021

Sorgarmiðstöð veitir viðurkenningu fyrir framlag í þágu syrgjenda

Í fyrsta sinn veitir Sorgarmiðstöð viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu syrgjenda á Íslandi. Það er séra Vigfúsi Bjarni Albertsson sem hlýtur Heiðursbollann 2021 sem er unninn af Kristínu Sigfríði Garðarsdóttur keramikhönnuði. Formaður Karólína Helga Símonardóttir og framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvar Ína Lóa Sigurðardóttir afhentu honum viðurkenninguna.

Vigfús Bjarni er guðfræðingur með framhaldsmenntun í sálgæslu. Hann starfaði sem sjúkrahúsprestur í mörg ár og hefur kennt sálgæslu á meistarastigi við endurmenntun H.Í. Vigfús Bjarni hefur flutt fjölda fyrirlestra um sorg og áföll, komið að handleiðslu, haldið námskeið og birt greinar í tímaritum er tengjast sorg og sorgarviðbrögðum.  Í dag er Vigfús Bjarni forstöðumaður Fjölskylduþjónustu kirkjunnar.

Í starfi sínu hefur Vigfús Bjarni aðstoðað fjölda fjölskyldna í sorginni og stutt við bakið á börnum og fullorðnum. Einnig hefur hann liðsinnt fagólki og hjálpað því að eflast í starfi. Vigfús Bjarni hefur getið sér gott orð fyrir þægilega, góða og styrkjandi nærveru hvort sem er meðal syrgjenda eða fagfólks.

Með viðurkenningu þessari vill Sorgarmiðstöð þakka Vigfúsi Bjarna fyrir hans mikilvægu störf í þágu syrgjenda á Íslandi og jafnframt vekja athygli á mikilvægi sorgarúrvinnslu sem lið í eflingu lýðheilsu samfélagsins.  

Myndin af pabba er komin upp á hillu
Þegar barnsfaðir Ingu Helgu Sveinsdóttur lést eftir harða baráttu við krabbamein ákvað hún strax að sækja alla þá aðstoð sem hún mögulega gæti fyrir börnin ...
Ný stjórn Sorgarmiðstöðvar
Á aðalfundi 29. apríl síðastliðinn var kosið til nýrrar stjórnar Sorgarmiðstöðvar sem mun sitja frá 2025 -2026. Berglind Arnardóttir mun halda sæti sínu sem formaður ...
Fundur með velferðarnefnd vegna sorgarleyfis
Í vor óskaði velferðarnefnd eftir umsögn frá Sorgarmiðstöð og öðrum hagsmunaaðilum varðandi breytingar á sorgarleyfi sem tók gildi 1. janúar 2023. Í framhaldinu mættu fulltrúar ...
Heiðursbollinn 2024
Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn
Á aðalfundi Sorgarmiðstöðvar þann 29. apríl var Heiðursbollinn afhentur í fjórða sinn. Heiðursbollinn er ætlaður sem viðurkenning til þeirra sem hafa lagt sitt af mörkum ...
Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar 2025
Aðalfundur Sorgarmiðstöðvar verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl. Fundurinn verður frá kl. 18:00 – 20:00 og er haldinn í Lífsgæðasetrinu Hafnarfirði. Áhugasamir geta sent fyrirspurn varðandi framboð til ...
Minningarmót Sigurðar Jóhanns í Mjölni
Sunnudaginn 2. febrúar hélt Mjölnir minningarmót til heiðurs Sigurði Jóhanni Rui Helgasyni. Sigurður Jóhann var iðkandi og þjálfari í Mjölni til fjölda ára en hann ...

Á heimasíðu Sorgarmiðstöðvar eru notaðar kökur (e. cookies). » meira