Sorgarmiðstöð fékk afhentan veglegan styrk 2.000.000 kr. frá félags- og vinnumarkaðsráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni. Styrkirnir eru veittir árlega og er ætlað að styðja við verkefni á sviði félags- og velferðarmála. Í ár var lögð sérstök áhersla á verkefni sem hvetja til virkni, vellíðan og valdeflingar einstaklinga í viðkvæmri stöðu.
Ráðherrann lét eftirfarandi orð falla í tilefni úthlutunnarinnar. „Frjáls félagasamtök vinna ómetanlegt starf í íslensku samfélagi og þau eru mikilvægur hlekkur í lífi okkar flestra. Það er því virkilega ánægjulegt að geta stutt við þau fjölbreyttu verkefni sem samtökin sinna, og það var gaman að finna kraftinn í athöfninni í dag. Ég veit að styrkirnir munu nýtast vel í margskonar verkefni sem bæta samfélagið okkar.“
Við erum afar þakklát og sannfærð um að öll þessi frábæru félagsamtök- og verkefni sem hlutu styrki munum leggja þessu mikilvæga málefni lið.
Fyrir hönd Sorgarmiðstöðvar tók Karólína Helga Símonardóttir formaður á móti styrknum.